fös 25. nóvember 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Gulli Jóns spáir í England - Bandaríkin
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England mætir Bandaríkjunum klukkan 19 í B-riðli HM. England vann 6-2 gegn Íran í fyrstu umferð riðilsins en Bandaríkin gerðu 1-1 jafntefli við Wales.

Harry Kane, fyrirliði Englands, er klár í slaginn en óttast var að hann gæti ekki tekið þátt vegna meiðsla.

„Bandaríkjamenn eru í virkilega góðu formi, pressa vel, eru vel skipulagðir og vel þjálfaðir. Þeir eru með nokkra leikmenn sem við þekkjum vel úr ensku úrvalsdeildinni, í fyrri hálfleiknum gegn Wales sýndu þeir bestu útgáfuna af sjálfum sér," segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, um bandaríska liðið.

Það er enginn annar en Gunnlaugur Jónsson sem spáir í leik Englands og Bandaríkjanna fyrir Fótbolta.net.

England 2 - 0 Bandaríkin
Englendingar fylgja eftir góðum sigri í fyrstu umferð með traustum 2-0 sigri, Phil Foden skorar fyrsta markið og Rashford kemur af bekknum og innsiglar sigurinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner