
Katar er svo gott sem úr leik á HM eftir tap gegn Senegal í öðrum leik sínum á mótinu.
Katar leit skelfilega út í fyrsta leik gegn Ekvador en litu þeir ögn betur út gegn Senegal í dag, en það var ekki nóg.
Katar lenti 2-0 undir en átti góðar rispur í seinni hálfleik og þeim tókst að minnka muninn. Bamba Dieng gerði þó út um leikinn fyrir Senegal með marki eftir flott spil á 84. mínútu.
Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem gestgjafaþjóðin á heimsmeistaramótinu tapar meira en einum leik í riðlakeppninni.
Þetta er líka í fyrsta sinn þar sem Katar tekur þátt á mótinu. Frumraunin hefur ekki verið sérlega góð.
Qatar are the first host nation to lose multiple group stage games in a single World Cup 😳 pic.twitter.com/DGCiRobl7s
— ESPN FC (@ESPNFC) November 25, 2022
Athugasemdir