Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 26. janúar 2018 09:28
Magnús Már Einarsson
Heimir hefur ekki heyrt í Skotum - „Ég er í besta starfi í heimi"
Lars mælir með Heimi
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars talar vel um Heimi.
Lars talar vel um Heimi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir í samtali við The Times í dag að hann hafi ekkert heyrt frá skoska knattspyrnusambandinu. Skotar eru í þjálfaraleit og Heimir er einn af þeim sem hafa verið orðaðir við stöðuna.

„Ég hef lesið eitthvað um þetta en það hefur enginn haft samband. Ég hef verið kennari á námskeiðum hjá skoska sambandinu. Ég hef mætt á ársþingið þar til að ræða um uppbyggingu á unglingastarfi á Ísandi. Skotland og Ísland eiga í góðu samstarfi en það hefur enginn haft samband," sagði Heimir.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að samningaviðræðum Heimis og KSÍ hafi verið frestað en núverandi samningur hans rennur út eftir HM í sumar. Heimir segist ekki vera að hugsa um neitt annað en HM í sumar.

„Ég er í besta starfi í heimi í augnablikinu en ég er í símaskránni," sagði Heimir léttur í bragði við The Times.

„Í alvöru talað þá væri heimskulegt að íhuga að fara annað á HM ári. Við erum að fara á HM í fyrsta skipti. Öll einbeiting mín er á að stýra Íslandi á HM. Ég get ekki leyft mér að hugsa um neitt annað. Ég þarf á allri minni einbeitingu að halda. Þannig er sálfræðin. Ég er 101% einbeittur á Ísland."

Aðspurður hvort það sé heiður að vera orðaður við skoska landsliðsþjálfarastarfið sagði Heimir: „Auðvitað. Ég er ánægður með stöðuna mína og ég er ánægður með alla í kringum mig og ég er ánægður með leikmennina."

„Ég tek þessu ekki bara sem hrósi fyrir mig. Við erum með stóran hóp af fólki sem vinnur saman og leggur hart að sér. Skotland er ein af öflugustu fótboltaþjóðunum. Það er alltaf gott andrúmsloft í kringum Skotland. Þetta er yndisleg fótboltaþjóð."


Lars mælir með Heimi
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs, stýrði íslenska landsliðinu með Heimi og The Times ræddi einnig við hann. Lars mælir með þvi að Skotar reyni að krækja í Heimi.

„Þú getur séð starfið sem hann hefur unnið. Hann yrði gott val. Ég mæli með honum," sagði hinn 69 ára gamli Lars en hann reiknar sjálfur ekki með að taka við Skotum.

„Nei, ég býst ekki við því þó að það væri áhugavert og gott að vera í Skotlandi," sagði Lars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner