Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 26. janúar 2020 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester United gat ekki verið á Lowry-hótelinu
Manchester United gistir venjulega á Lowry hótelinu í Manchester fyrir leiki liðsins. Liðið gat ekki verið þar í nótt og varð að gista á hóteli í Liverpool.

Ástæðan er sú að dans-sjónvarpsþátturinn Strictly Come Dancing hafði bókað hótelið.

United liðið mætir í dag Tranmere Rovers í 4. umferð bikarkeppninnar. Þess má geta að ekki eru nema átta kílómetrar frá Anfield, heimavelli Liverpool, og Prenton Park, heimavallar Tranmere. Svo ferðalag United liðsins ætti ekki að verða langt frá hótelinu og á völlinn.

Leikurinn gegn Tranmere verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner