Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. janúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Bryndís
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Bryndís
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ída Marín Hermanssdóttir
Ída Marín Hermanssdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefanía Ragnarsdóttir.
Stefanía Ragnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Bryndís Arna er gríðarlega efnilegur sóknarmaður sem er uppalin hjá Fylki. Hún lék sinn fyrsta leik sumarið 2017 og sumarið 2018 skoraði hún tólf mörk í tólf leikjum í næstefstu deild, þá einungis fimmtán ára gömul.

Hún skoraði tíu mörk í fimmtán leikjum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili, alls hefur hún skorað 25 mörk í 48 leikjum í deild og bikar. Bryndís á að baki fjórtán unglingalandsleiki (sex mörk) og var í nóvember valin í fyrsta sinn í A-landsliðshópinn. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Bryndís Arna Níelsdóttir

Gælunafn: er stundum kölluð brylla

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: kom inná í fyrsta leik á móti Stjörnunni 2017.

Uppáhalds drykkur: vatn eða collab

Uppáhalds matsölustaður: serrano og saffran eru í uppáhaldi núna

Hvernig bíl áttu: á ekki bíl í augnablikinu

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Lucifer

Uppáhalds tónlistarmaður: það eru svo margir, erfitt að velja einn

Uppáhalds hlaðvarp: hlusta ekki mikið á hlaðvörp

Fyndnasti Íslendingurinn: gef Ídu og Cessu þennan titil

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: fæ mér oftast daim, kökudeig og gúmmí

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ætlar þú ekkert að fara að koma heim - mamma

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ekkert sérstakt kemur í huga

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: erfitt að eiga við Alexöndru Jóhanns

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: verð að segja þjálfarateymi Fylkis

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: veit ekki hvað hún heitir en var að keppa á móti Þýskalandi og hafsentinn sem var að dekka mig var alltaf að stíga á mig og klípa mig. Það var vel pirrandi

Sætasti sigurinn: vorum að keppa á móti Þýskalandi á NM 2019, við lentum 3-0 undir en náðum einhvernveginn að jafna á 90 min og unnum loks leikin í vító.

Mestu vonbrigðin: að komast ekki út til Ungverjalands í milliriðilinn fyrir EM útaf covid

Uppáhalds lið í enska: ManU

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: væri til í að fá Ollu úr Val

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Karólína Lea

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: margir flottir

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: held mikið uppá Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: gef Stebbu þetta

Uppáhalds staður á Íslandi: Árbærinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: vorum að keppa í úrslitaleiknum á Reycup, það var 0-0 og lítið eftir þegar markmaðurinn þeirra fékk boltann, ætlaði að negla honum fram en sparkaði honum í lærið á mér og beint í markið. Unnum leikinn 1-0 og tókum gullið

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já, við pabbi fylgjumst mikið með golfi og tennis

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: íslenska hefur aldrei verið mín sterkasta hlið, svo er stærðfræðin að koma sterk inn líka

Vandræðalegasta augnablik: dettur ekkert sérstakt í hug en einu sinni þegar var ég að keppa á Akranesi og fattaði hálftíma fyrir leik að ég gleymdi takkaskóm. Mamma og pabbi þurftu að snúa við og ná í þá, þau voru ekkert sérlega ánægð með mig. Fékk líka ekki skóna fyrr en í hálfleik

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: myndi klárlega taka Ídu, Cecilíu og Ollu, væri ekkert eðlilega gaman en myndum sennilega ekki lifa lengi.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég fæddist föstudaginn þrettánda

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: engin sem hefur komið mér sérstaklega á óvart

Hverju laugstu síðast: örugglega hvar ég væri

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: úff þarf lengri tíma til að svara þessari
Athugasemdir
banner
banner
banner