þri 26. janúar 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho finnur til með Lampard - „Frank er meira en bara kollegi"
Jose Mourinho og Frank Lampard
Jose Mourinho og Frank Lampard
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var leiður að heyra af þeim fregnum að Frank Lampard væri ekki lengur stjóri Chelsea en Englendingurinn fékk sparkið í gær.

Lampard tók við Chelsea fyrir einu og hálfu ári síðan og tókst að stýra Chelsea í Meistaradeildina á fyrsta tímabili.

Félagið keypti duglega inn í hópinn en þrátt fyrir það hefur gengið ekki verið nægilega gott á þessari leiktíð og er liðið í níunda sæti deildarinnar.

Slæm úrslit undanfarið hafa kostað Lampard starfið en hann var látinn fara í gær. Mourinho ræddi við fjölmiðla um brottrekstur Lampard en hann finnur til með honum.

„Ég efast um að Frank hafi áhuga á því að tala við mig eða einhvern annan fyrir utan hans nánustu vini og fjölskyldu," sagði Mourinho.

„Ég er alltaf leiður þegar kollegi missir vinnuna en Frank er ekki bara kollegi. Hann er mikilvæg persóna á mínum ferli þannig ég finn til með honum."

„Þetta er hins vegar blákaldur raunveruleiki fótboltans og sérstaklega í nútímaboltanum þannig þegar maður gerist knattspyrnustjóri þá veit maður að fyrr eða síðar þá mun þetta gerast,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner