Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. janúar 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Roma að kaupa Bandaríkjamann á 7 milljónir evra
Bryan Reynolds í leik með FC Dallas
Bryan Reynolds í leik með FC Dallas
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AS Roma er að ganga frá kaupum á bandaríska varnarmanninum Bryan Reynolds en hann er á mála hjá FC Dallas í MLS-deildinni. Það er Fabrizio Romano, íþróttafréttamaður á Sky Italia, sem greinir frá.

Reynolds er 19 ára gamall en hefur þrátt fyrir það spilað 27 leiki og lagt upp 5 mörk í MLS-deildinni.

Hann þykir einn efnilegasti leikmaður Bandaríkjanna og hefur vakið áhuga margra liða í Evrópu.

Roma hefur verið í viðræðum við Dallas síðustu daga og hefur nú komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en hann mun kosta ítalska félagið 7 milljónir evra.

Reynolds er á leið til Ítalíu í þessaria viku til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir langtímasamning við félagið.

Hann verður fimmti dýrasti leikmaðurinn sem er seldur úr MLS-deildinni en aðeins Miguel Almiron, Gonzalo Martinez, Alphonso Davies og Jozy Altidore voru dýrari en hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner