Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 26. janúar 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Verður Lampard næsti stjóri Celtic?
Lampard til Skotlands?
Lampard til Skotlands?
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var rekinn frá Chelsea í gær en hann er strax orðaður við skoska stórliðið Celtic í Glasgow.

Celtic stefndi á að vinna sinn tíunda meistaratitil í röð í Skotlandi en allt hefur gengið á afturfótunum þetta tímabilið og liðið er 23 stigum á eftir erkifjendunum í Rangers.

Talið er líklegt að Neil Lennon, stjóri liðsins, muni missa starf sitt.

Lampard er talinn einn sá líklegasti til að taka við samkvæmt veðbönkum en líklegastur er þó talinn Rafael Benítez. Eddie Howe, fyrrum stjóri Bournemouth, hefur einnig verið nefndur.

Margir telja að Celtic yrði frábært skref fyrir Lampard til að þroskast og læra á stjóraferlinum en Steven Gerrard, gamli liðsfélagi hans hjá enska landsliðinu, hefur gert flotta hluti með Rangers.

Gerrard segist finna til með Lampard eftir að hann var rekinn.

„Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum. Ég þekki hann vel og veit að hann snýr aftur í bransann mjög snögglega. Ég er svekktur fyrir hans hönd en ég þekki ekki smáatriðin. Það er ekki mikil þolinmæði hjá Chelsea svo þetta kom ekki mjög á óvart," segir Gerrard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner