Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 26. janúar 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gekk á Betu eftir síðasta heimaleikinn: Okkar vegferð hefur aldrei verið hrein og bein
Sif
Sif
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet
Elísabet
Mynd: Guðmundur Svansson
Sif Atladóttir, leikmaður Selfoss, ræddi við Fótbolta.net á dögunum. Hún er komin heim til Íslands eftir rúman áratug erlendis, í Þýskalandi og í Svíþjóð hjá Kristianstad.

Sif er 36 ára gömul og upplifði margt hjá Kristianstad. Á lokatímabilinu, 2021, náði liðið Kristianstad Meistaradeildarsæti í annað sinn á tíma Sifjar hjá félaginu.

„Það er ákveðið markmið sem við höfðum, Beta [Elísabet Gunnarsdóttir] seldi okkur að við myndum spila í Meistaradeildinni. Við ákváðum að bíða með það fram á síðustu stundu," sagði Sif.

„Það er ákveðið afrek að komast í Meistaradeildina en fyrir mig er hápunkturinn þegar við björguðum okkur frá falli í síðasta leik (tímabilið 2016). Ég spilaði ekki einu sinni leikinn en þetta var árið sem við vorum nánast farin í gjaldþrot en náðum samt að halda velli. Það gæti verið það sem „markerar" tímann hjá Kristianstad. Á eftir því kemur medalía 2018 og Meistaradeildarsæti 2020 og 2021. Það sýnir þrautseigjuna sem þetta samfélag hefur."

„Það var geggjað að tryggja Meistaradeildarsætið í síðasta leiknum í haust. Við töpuðum leiknum þegar við gátum tryggt sætið á heimavelli. Ég gekk á Betu eftir leikinn og sagði við hana að okkar vegferð í Kristianstad hefur aldrei verið hrein og bein. Við tökum alltaf Krísuvíkurleiðina og ég er ekki að fara enda ferilinn á einföldum leik í Piteå. Það sem betur fer stóð uppi,"
sagði Sif.
Sif Atla: Kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner