Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. janúar 2023 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland vinnur kappið um Gelhardt
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að Sunderland hafi unnið kapphlaupið um sóknarmanninn Joe Gelhardt sem kemur á lánssamningi frá Leeds United.


Sky segir að Sunderland sé búið að skrifa undir samkomulag við Leeds en Gelhardt er gífurlega eftirsóttur af félögum í Championship.

Gelhardt er aðeins tvítugur en á 40 leiki að baki fyrir aðallið Leeds og hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Englands.

Sunderland er í harðri umspilsbaráttu í Championship deildinni og gæti Gelhardt reynst afar mikilvægur hlekkur í baráttunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner