Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 26. febrúar 2020 12:11
Elvar Geir Magnússon
CAS hefur formlega tekið við áfrýjun Man City
Etihad leikvangurinn, heimavöllur Manchester City.
Etihad leikvangurinn, heimavöllur Manchester City.
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, hefur formlega tekið við áfrýjun Manchester City. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá dómstólnum.

UEFA dæmdi Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum og sektaði félagið um 30 milljónir evra.

City er sakað um að hafa falsað skjöl og brotið fjárhagsreglur evrópska knattspyrnusambandsins.

CAS gefur ekki út hversu langan tíma áfrýjunarferlið mun taka en það er búist við því að það verði talið í mánuðum.

„CAS mun taka fyrir áfrýjun Manchester City gegn evrópska knattspyrnusambandinu," segir í yfirlýsingu CAS.

Manchester City heldur fram sakleysi sínu.

„Stuðningsmenn geta verið vissir um að ásakanirnar eru rangar. Þeir geta líka verið vissir um að við munum gera allt sem hægt er til að sanna það," sagði Ferran Soriano, framkvæmdastjóri Manchester City, í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner