Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. febrúar 2021 19:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynhildur Brá og Sunneva Hrönn í FH (Staðfest)
Brynhildur Brá
Brynhildur Brá
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
FH hefur fengið til sín þær Brynhildi Brá Gunnlaugsdóttur frá Fylki og Sunnevu Hrönn Sigurvinsdóttur frá Hamri.

Brynhildur er fædd árið 2000 og uppalin í Hetti en fór í Þór/KA árið 2017 áður en hún samdi við Selfoss. Frá Selfossi hélt hún svo í Árbæinn og lék með Fylki sumrin 2019 og 2020. Hún fær leikheimild með FH á morgun samkvæmt vef KSÍ.

Brynhildur á 32 leiki að baki í deild og bikar og einn U17 ára landsleik.

„Undanfarin rúm þrjú ár hefur Sunneva spilað með sterkum háskóla í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum við góðan orðstír. Síðasta sumar spilaði Sunneva Hrönn með Hamri hér á Íslandi en hefur lengst af leikið með Selfossi í Pepsí deildinni. Hún á að baki 46 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim þrjú mörk," segir í tilkynningu FH um komu Sunnevu.

FH leikur í Lengjudeildinni á komandi tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner