Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   fös 26. febrúar 2021 13:24
Magnús Már Einarsson
Klopp vonar að Henderson spili meira - Þrír að koma til baka
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vonast til að fyrirliðinn Jordan Henderson spili meira á þessu tímabili.

Henderson fór í aðgerð vegna nárameiðsla í vikunni og verður frá keppni að minnsta kosti fram í apríl. Enskir fjölmiðlar tala um að hann verði frá keppni í meira en tvo mánuði.

„Við vonum að það sé enþá möguleiki á að hann spili nokkra leiki á þessu tímabili en við sjáum til," sagði Klopp.

Meiðslin eru mikið áfall fyrir Liverpool en Henderson hefur spilað mikið í hjarta varnarinnar að undanförnu þar sem Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip eru allir fjarverandi.

„Þetta eru mjög krefjandi tímar fyrir hópinn af mismunandi ástæðum. Á svona tímum sýnir þú þitt raunverulega andlit og það er það sem þessir strákar gera. Þetta er risa áskorun og ég vil takast á við hana á jákvæðan hátt."

Betri fréttir eru af Diogo Jota, Fabinho og James Milner sem eru allir að koma til baka eftir meiðsli.

„Diogo er búinn að æfa tvsvar með liðinu og líta mjög vel út eftir að hafa verið lengi frá keppni. Fab æfir að nýju með liðinu á morgun og það sama á við um James (Milner)," sagði Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner
banner