Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. febrúar 2021 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oumar Diouck áfram hjá KF (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Oumar Diouck hefur skrifað undir eins árs samning við KF og verður því áfram í herbúðum liðsins.

Oumar kom til KF undir lok fyrri félagaskiptagluggans í fyrra og blómstraði með liðinu, skoraði tólf mörk í nítján leikjum.

Oumar er 26 ára sóknarmaður sem fæddur er í Senegal en er með belgískt ríkisfang. Hann fékk nokkur atkvæði sem bæði miðjumaður og sóknarmaður í lið ársins í 2. deild í fyrra.

KF kom nánast öllum á óvart í fyrra og endaði í 6. sæti eftir að hafa verið spáð falli af öllum þjálfurum nema einum í spánni fyrir mót.

Oumar æfði með Leikni R. og hafði þá einnig verið orðaður við Víking Ólafsvík en ákvað að taka slaginn á Ólafsfjarðarvelli í sumar.


Athugasemdir
banner
banner