Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 26. febrúar 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að fá að halda Endrick aðeins lengur
Endrick.
Endrick.
Mynd: Getty Images
Brasilíska undrabarnið Endrick á að ganga í raðir spænska stórveldisins Real Madrid núna næsta sumar.

Hann verður 18 ára í sumar og má þá formlega ganga í raðir Real Madrid. Félagið er búið að ganga frá kaupum á honum fyrir allt að 60 milljónir evra.

Núna segir Goal frá því að félag Endrick í Brasilíu, Palmeiras, vilji halda þangað til í lok árs.

Forseti Palmeiras stefnir á það að ræða við kollega sína hjá Real Madrid í þessari viku um að fá að halda Endrick.

Kylian Mbappe er að öllum líkindum að ganga í raðir Real Madrid í sumar og vonast Palmeiras til að það muni hjálpa félaginu við að halda Endrick lengur. Tímabilið í Brasilíu endar í desember.
Athugasemdir
banner
banner