Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. mars 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Spænska sambandið lánar félögum 500 milljónir evra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að lána félögum í tveimur efstu deildunum þar í landi 500 milljónir evra (457 milljónir punda) til að hjálpa þeim að takast á við fjárhagslega erfiðleika vegna kórónuveirunnar.

Lánið á að tryggja að félögin geti greitt leikmönnum sínum laun og haldið sjó.

Áhugamannafélög í neðri deildunum geta einnig sótt um lán en fjórar milljónir evra verða lánaðar til slíkra félaga.

Þá ætlar spænska sambandið að bjóða félögum að fá aðgang að sálfræðingum og sjúkraþjálfurum endurgjaldslaust.
Athugasemdir
banner
banner