Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. mars 2021 13:52
Magnús Már Einarsson
Þorsteinn ræðir nýliðana og valið - Guðbjörg á möguleika
Icelandair
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir er í hópnum eftir hlé.
Guðrún Arnardóttir er í hópnum eftir hlé.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Ívarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki eru nýliðar í íslenska landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag fyrir komandi vináttuleiki. Um er að ræða tvo fyrstu leikina undir stjórn Þorsteins Halldórssonar.

Sjá einnig:
Landsliðshópur kvenna: Tveir nýliðar

„Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og sé líkleg til að verða einn af bestu markmönnum á Íslandi á næstu árum. Ég vildi gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markmönnum tækifæri í hópnum. Mér leist vel á hana efir æfingarnar febrúar og ég vildi skoða hana betur," sagði Þorsteinn um valið á Telmu.

„Ástæðan fyrir því að ég valdi Hafrúnu ekki um daginn átti að vera 19 ára verkefni. Hún var að æfa með 19 ára liðinu á þeim tíma. Ég þekki Hafrúnu vel og hún er held ég framtíðar leikmaður fyrir íslenska landsliðið."

Markvörðurinn reyndi Guðbjörg Gunnarsdóttir er ekki í hópnum en hún byrjaði að spila aftur í lok síðasta árs eftir barneignaleyfi.

„Hún var meidd um daginn en er komin af stað aftur. Það eru engir leikir og ekki neitt í gangi í Noregi. Ég met það þannig að hún þurfi að komast í gang og spila reglulega til að ýta á sæti í landsliðinu Hún þarf að spila og gera vel. Ég skoða hana ef hún spilar vel og þrýstir á okkur. Þá á hún að sjálfsögðu möguleika á að vera valin."

Hin 17 ára gamla Amanda Andradóttir fór frá Nordsjælland í Danmörku til norsku meistaranna í Valerenga í vetur. Hún er ekki í hópnum.

„Ég hef aðeins rætt það en það var bara til að hlera. Hún var ekki í myndinni sjálfu sér í þessum hóp. Hún hefur ekkert verið að spila, hún er bara að æfa á fullu með Valerenga. Vonandi kemur hún sér í liðið, fær að spila, þróast og þroskast. Þá verður hún vonandi framtíðarleikmaður. Eins og staðan er í dag var hún ekki inni í myndinni í þessum hóp."

„Hjá Nordsjælland var hún að spila á miðri miðjunni en ég á von á að Valerenga spili henni framar sem er hennar staða. Ég fylgist vel með henni og vona að hún geri það sem hún þarf að gerast til að vera valin í landsliðið."


Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Valerenga, er fjarri góðu gamni vegna sóttvarnarreglna í Noregi en Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Djurgarden, fær tækifæri eftir hlé.

„Við erum vel mönnuð í hafsenta stöðunum og það eru margir hafsentar sem spila erlendis. Ég hef fylgst með Guðnýju síðan hún fór út og mér fannst hún vera góð í fyrra. Ég hafði áhuga á að skoða hana og sjá hversu langt hún er komin," sagði Þorsteinn.
Athugasemdir
banner
banner