
Ísland er 2-0 yfir gegn Liechtenstein í hálfleik en Davíð Kristján Ólafsson og Hákon Arnar Haraldsson skoruðu mörkin.
Kári Árnason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru sérfræðingar Viaplay í kringum leikinn en Gunnar Heiðar var spurður hvernig væri að spila svona leik. Ísland er með öll völd á vellinum.
„Það er mjög leiðinlegt. Það þarf bara meira tempó á boltanum. Alfreð og Hákon hafa náð vel saman," sagði Gunnar Heiðar.
Hákon aftur fyrir vörn Liechtenstein á 37. mínútu og skoraði laglegt mark. Hann skoraði aftur stuttu síðar en markið var dæmt af vegna brots.
„Þetta er keppnisleikur. Það er ekki gaman að spila svona leiki, þetta er engin keppni. Sem hafsent, það er ekki verið að ógna þér neitt," sagði Kári.
Hákon Arnar skorar sitt fyrsta landsliðsmark og kemur í Íslandi í 2-0! pic.twitter.com/elzYnMFjpQ
— Viaplay Sport IS (@ViaplaySportIS) March 26, 2023