Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Telja 30 milljónir punda nóg til að sannfæra Liverpool um að selja Quansah
Jarell Quansah
Jarell Quansah
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United ætlar að reyna við Jarell Quansah, varnarmann Liverpool, í sumarglugganum, en þetta herma heimildir Times.

Þessi 22 ára gamli miðvörður er ekki fastasmaður í liði Liverpool en þó fengið að spreyta sig í 22 leikjum á þessari leiktíð.

Gert er ráð fyrir miklum breytingum á leikmannahópi Liverpool í sumar og telur Newcastle United 30 milljónir punda nægja til þess að sannfæra Liverpool um að selja Englendinginn.

Newcastle er tilbúið að gefa honum stærra hlutverk í liðinu á næstu leiktíð.

Liverpool mun hins vegar bíða og sjá til hvað gerist á markaðnum í sumar. Virgil van Dijk, fyrirliði liðsins, verður samningslaus og er lítið að frétta í þeim efnum og enn óvíst hvort hann geri nýjan samning og þá hefur Ibrahima Konate verið orðaður við franska stórliðið Paris Saint-Germain.

Á hinn bóginn gæti þetta mögulega hjálpað Liverpool og áhuga félagsins á sænska framherjanum Alexander Isak. Newcastle verðmetur hann á 150 milljónir punda og gæti Liverpool notað Quansah til að lækka þann verðmiða.
Athugasemdir
banner