Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. apríl 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið: Breiðablik - ÍBV
Laugardag klukkan 14
Sveinn Aron mun væntanlega byrja í fremstu víglínu Blika.
Sveinn Aron mun væntanlega byrja í fremstu víglínu Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri, Shahab og Atli.
Sindri, Shahab og Atli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson kom á láni frá Bodö/Glimt í Noregi.
Oliver Sigurjónsson kom á láni frá Bodö/Glimt í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Alfreð Hjaltalín kom frá Víkingi Ólafsvík.
Alfreð Hjaltalín kom frá Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrsta verkefni bikarmeistara ÍBV í deildinni þetta sumarið verður að heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöllinn á laugardag. Breiðablik er spáð sjötta sætinu en ÍBV því níunda,

Líkleg byrjunarlið:
Valur - KR
Stjarnan - Keflavík
Grindavík - FH



Hægri bakvarðarstaðan var vandamál hjá Blikum í fyrra en nú er Jonathan Hendrickx, einn besti bakvörður deildarinnar, mættur.

Oliver Sigurjónsson er kominn á lánssamningi og það gefur Gísla Eyjólfssyni, sem sló rækilega í gegn í fyrra, enn meira frjálsræði fram á við.

Hrvoje Tokic hefur ekki heillað á undirbúningstímabilinu svo reiknað er með því að Sveinn Aron Guðjohnsen byrji. Við spáum sama byrjunarliði og vann Grindavík 3-1 í síðasta æfingaleik fyrir mót en Sveinn skoraði eitt af mörkunum þremur.



Að sama skapi spáum við því að ÍBV byrji með sama lið og teflt var fram í þeirra síðasta æfingaleik fyrir mót.

Nýr franskur varnarmaður, Yvan Erichot, var þar í hjarta þriggja manna varnarlínunnar. Við hlið hans voru tveir 19 ára strákar; Dagur Austmann sem kom frá Stjörnunni og Sigurður
Arnar Magnússon sem spilaði með KFS í 4. deildinni í fyrra. ÍBV er að vinna í því að bæta við varnarmanni áður en félagaskiptaglugganum verður lokað.

ÍBV fékk til sín franskan framherja í gær en hann mun væntanlega byrja á bekknum.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner