Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 12:20
Brynjar Ingi Erluson
Nunez eyddi færslu um Liverpool - „Ekki furða að ég hafi ekki spilað meira“
Mynd: EPA
Darwin Nunez, framherji Liverpool, hefur eytt færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X en þar segist hann hafa áttað sig á því af hverju hann sé ekki að spila með liðinu.

Á dögunum greindu fjölmiðlar frá því að ástæðan fyrir því að Nunez væri ekki að byrja leiki gæti mögulega verið tengt við samkomulag Liverpool og Benfica.

Liverpool keypti Nunez frá Benfica árið 2022 og voru alls konar klásúlur í samningnum.

Enska félagið greiddi 64 milljónir punda til að fá úrúgvæska framherjann en svo var 21 milljón pundaa í árangurstengdum greiðslum.

Nunez hefur byrjað 49 leiki í deild- og Evrópu síðan hann kom frá Benfica en talið er að Liverpool þurfi að greiða Benfica 5 milljónir punda ef hann byrjar 50 leiki.

Arne Slot, stjóri Liverpool, svaraði spurningu um liðsvalið fyrir helgii og sagðist aldrei hafa heyrt af þessari klásúlu og að Richard Hughes, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, hafi ekki áhrif á liðsvalið.

Nunez er greinilega mjög ósáttur hjá Liverpool en hann birti færslu á X, sem hann hefur síðan eytt, þar sem hann veltir fyrir sér af hverju hann sé ekki að byrja leiki.

„Það er ekki furða að ég hafi ekki spilað meira, því það gekk mjög vel í síðasta deildarleik sem ég spilaði, en allt í einu...,“ skrifaði Nunez á X.

Liverpool er alvarlega að íhuga að losa sig við Nunez í sumar, en hann hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu síðustu mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner