Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Framtíð Zaniolo í óvissu: Áhugi frá Fiorentina
Mynd: Aston Villa
Framtíð ítalska sóknartengiliðsins Nicoló Zaniolo er í mikilli óvissu eftir að lánsdvöl hans hjá Aston Villa tók endi.

Zaniolo tókst ekki að hafa mikil áhrif á tíma sínum á Villa Park en sýndi þó frábær gæði inn á milli og fékk að taka þátt í 39 leikjum undir stjórn Unai Emery - þar sem hann spilaði um 1300 mínútur í heildina.

Zaniolo er samningsbundinn tyrkneska stórveldinu Galatasaray til 2027 en virðist ekki vera spenntur fyrir að spila með stjörnum prýddu liði í tyrkneska boltanum.

„Ég veit ekki hversu miklir möguleikar eru á að ég snúi aftur í ítalska boltann í sumar. Ég er ánægður að heyra af áhuga frá Fiorentina en það er alltof snemmt til að ég geti vitað hvar ég mun spila á næstu leiktíð," sagði Zaniolo.

„Dyrnar eru opnar fyrir félög á Ítalíu og líka frá öðrum löndum til að bjóða í mig."

Galatasaray borgaði um 20 milljónir evra til að kaupa Zaniolo, sem er með 35 milljóna söluákvæði í samningi sínum við stórveldið.
Athugasemdir
banner
banner