Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 26. maí 2024 21:26
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fengum öll bestu færin, 5-6 dauðafæri og spurning hvort eitthvað af því sé inni ég veit það ekki. En við fengum urmul af færum hérna, mikið í restina en líka í fyrri hálfleik. Ég er ánægður með spilamennskuna og hugarfarið í mínu liði í dag og það stemming í mínu liði. Það vantaði bara mörkin. “ Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV um leikinn eftir markalaust jafntefli hans manna gegn Njarðvík í Njarðvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 ÍBV

Aðstæður í dag voru nokkuð erfiðar fyrir leikmenn á vellinum. Talsverður vindur var og völlurinn nokkuð þurr. Aðstæður þó sem Eyjamenn ættu að þekkja.

„Enda komumst við í nokkur góð færi og ekkert að því. Það er ekkert að spilamennskunni boltinn vildi bara ekki alveg inn í dag. Setjum hann í stöngina og hann varði hrikalega vel þrisvar fjórum sinnum hjá þeim. Það er ekkert mikið meira sem við getum gert.“

Næst á dagskrá hjá liði ÍBV er að taka á móti liði Fjölnis á heimavelli. Verkefni sem leggst vel í Hermann og félaga?

„Við erum á góðri siglingu og ánægðir með hvernig liðið er að spila. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum og erum að sinna skítavinnunni vel og erum að uppskera þessi færi. Það er bara að setja hann í netið.“

Sagði Hermann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner