Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   sun 26. maí 2024 21:26
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fengum öll bestu færin, 5-6 dauðafæri og spurning hvort eitthvað af því sé inni ég veit það ekki. En við fengum urmul af færum hérna, mikið í restina en líka í fyrri hálfleik. Ég er ánægður með spilamennskuna og hugarfarið í mínu liði í dag og það stemming í mínu liði. Það vantaði bara mörkin. “ Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV um leikinn eftir markalaust jafntefli hans manna gegn Njarðvík í Njarðvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 ÍBV

Aðstæður í dag voru nokkuð erfiðar fyrir leikmenn á vellinum. Talsverður vindur var og völlurinn nokkuð þurr. Aðstæður þó sem Eyjamenn ættu að þekkja.

„Enda komumst við í nokkur góð færi og ekkert að því. Það er ekkert að spilamennskunni boltinn vildi bara ekki alveg inn í dag. Setjum hann í stöngina og hann varði hrikalega vel þrisvar fjórum sinnum hjá þeim. Það er ekkert mikið meira sem við getum gert.“

Næst á dagskrá hjá liði ÍBV er að taka á móti liði Fjölnis á heimavelli. Verkefni sem leggst vel í Hermann og félaga?

„Við erum á góðri siglingu og ánægðir með hvernig liðið er að spila. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum og erum að sinna skítavinnunni vel og erum að uppskera þessi færi. Það er bara að setja hann í netið.“

Sagði Hermann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner