Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 26. maí 2024 21:26
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fengum öll bestu færin, 5-6 dauðafæri og spurning hvort eitthvað af því sé inni ég veit það ekki. En við fengum urmul af færum hérna, mikið í restina en líka í fyrri hálfleik. Ég er ánægður með spilamennskuna og hugarfarið í mínu liði í dag og það stemming í mínu liði. Það vantaði bara mörkin. “ Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV um leikinn eftir markalaust jafntefli hans manna gegn Njarðvík í Njarðvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 ÍBV

Aðstæður í dag voru nokkuð erfiðar fyrir leikmenn á vellinum. Talsverður vindur var og völlurinn nokkuð þurr. Aðstæður þó sem Eyjamenn ættu að þekkja.

„Enda komumst við í nokkur góð færi og ekkert að því. Það er ekkert að spilamennskunni boltinn vildi bara ekki alveg inn í dag. Setjum hann í stöngina og hann varði hrikalega vel þrisvar fjórum sinnum hjá þeim. Það er ekkert mikið meira sem við getum gert.“

Næst á dagskrá hjá liði ÍBV er að taka á móti liði Fjölnis á heimavelli. Verkefni sem leggst vel í Hermann og félaga?

„Við erum á góðri siglingu og ánægðir með hvernig liðið er að spila. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum og erum að sinna skítavinnunni vel og erum að uppskera þessi færi. Það er bara að setja hann í netið.“

Sagði Hermann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner