Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 26. maí 2024 21:26
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fengum öll bestu færin, 5-6 dauðafæri og spurning hvort eitthvað af því sé inni ég veit það ekki. En við fengum urmul af færum hérna, mikið í restina en líka í fyrri hálfleik. Ég er ánægður með spilamennskuna og hugarfarið í mínu liði í dag og það stemming í mínu liði. Það vantaði bara mörkin. “ Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV um leikinn eftir markalaust jafntefli hans manna gegn Njarðvík í Njarðvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 ÍBV

Aðstæður í dag voru nokkuð erfiðar fyrir leikmenn á vellinum. Talsverður vindur var og völlurinn nokkuð þurr. Aðstæður þó sem Eyjamenn ættu að þekkja.

„Enda komumst við í nokkur góð færi og ekkert að því. Það er ekkert að spilamennskunni boltinn vildi bara ekki alveg inn í dag. Setjum hann í stöngina og hann varði hrikalega vel þrisvar fjórum sinnum hjá þeim. Það er ekkert mikið meira sem við getum gert.“

Næst á dagskrá hjá liði ÍBV er að taka á móti liði Fjölnis á heimavelli. Verkefni sem leggst vel í Hermann og félaga?

„Við erum á góðri siglingu og ánægðir með hvernig liðið er að spila. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum og erum að sinna skítavinnunni vel og erum að uppskera þessi færi. Það er bara að setja hann í netið.“

Sagði Hermann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner