Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 26. júní 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þær eru hungraðar í að gera vel og við viljum gera betur en seinast"
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, segist ekki sjá mun á milli stórmóta og segir hópinn hungraðan í að gera vel á Evrópumótinu.

Gunnhildur er á leið á sitt annað Evrópumót með landsliðinu en hún segir þetta svipað og áður.

Ungu stelpurnar eru hungraðar í að gera vel og þær eldri vilja gera betur en á síðustu mótum.

„Þetta er svipað. Þetta er góður hópur sem við erum með og ég er ótrúlega stolt af þessu liði. Við höfum náð langt og mjög svipað finnst mér."

„Það eru mörg andlit hérna sem hafa ekki farið á stórmót. Þær eru hungraðar í að gera vel og við viljum gera betur en seinast. Þetta er gott mix."


Gunnhildur vildi ekki beint opinbera markmiðin heldur taka fyrir einn leik í einu og njóta þess að vera með hópnum.

„Fyrir mér er þetta að taka einn leik í einu og hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Hvaða hlutverk það verður þá ætla ég að njóta þess að vera með landsliðinu og þessum stelpum, hvetja þær áfram og spila minn besta leik," sagði Gunnhildur ennfremur.
Spurning hver ber fyrirliðabandið á EM - „Það eru allir leiðtogar"
Athugasemdir
banner