Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 26. júlí 2020 17:02
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Ánægður með að vera vinna vinnuna mína
Lengjudeildin
Joey Gibbs skoraði tvö í dag
Joey Gibbs skoraði tvö í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í 4-1 sigri Keflavíkur á Vestra fyrr í dag. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur komið vel inn í ungt lið Keflavíkur og skorað átta mörk í átta deildarleikjum fram til þessa og þar af tvö í dag gegn Vestra.
Fréttaritari ræddi við Joey að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  1 Vestri

„Tilfinningin var góð á vellinum. Ég held að við séum að þróast sem lið eftir því sem líður á tímabilið. Augljóslega hafði Covid áhrif og við erum ennþá að reyna að bæta okkar leik en ég held að sigurinn í dag sé annað skref fram á við.“
Sagði Joey um leik Keflavíkur í dag.

Joey er oft ekki mest áberandi leikmaðurinn á vellinum en virðist alltaf skila sínu og er kominn með átta mörk í deildinni eins og áður sagði,

„Það er hlutverk þeirrar týpu af framherja sem ég er að mæta á endann á liðssókn og það er það sem ég er að gera, Ég er að fá góða bolta frá strákunum úti á vængjum og ég er ánægður með að vera að vinna vinnuna mína og er að fá góða þjónustu sömuleiðis svo þetta er að virka vel.“

Keflavík komst yfir snemma leiks með marki frá Kian Williams. Eftir markið tók Vestri öll völd á vellinum og það var ekki fyrr en eftir jöfnunarmark Vestra sem Keflvíkingar hrukku í gang á ný. Hvernig horfði það við Joey?

„Þetta er hálf fyndið. Fótbolti er leikur hugans og við erum með ungt lið, ekki það að það eigi að slokkna svona á okkur en sumur af leikmönnum okkar eru ekki með marga leiki á bakinu svo að segja. En það er undir okkur komið að halda þessu hugarfari í gegnum leikinn og það er eitthvað sem við erum að vinna í og höfum talað um. En við vinnum 4-1 þrátt fyrir að hafa ekki átt neitt sérstakan leik og það er góðs viti.“

Sagði Joey en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner