Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 26. júlí 2020 17:02
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Ánægður með að vera vinna vinnuna mína
Lengjudeildin
Joey Gibbs skoraði tvö í dag
Joey Gibbs skoraði tvö í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í 4-1 sigri Keflavíkur á Vestra fyrr í dag. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur komið vel inn í ungt lið Keflavíkur og skorað átta mörk í átta deildarleikjum fram til þessa og þar af tvö í dag gegn Vestra.
Fréttaritari ræddi við Joey að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  1 Vestri

„Tilfinningin var góð á vellinum. Ég held að við séum að þróast sem lið eftir því sem líður á tímabilið. Augljóslega hafði Covid áhrif og við erum ennþá að reyna að bæta okkar leik en ég held að sigurinn í dag sé annað skref fram á við.“
Sagði Joey um leik Keflavíkur í dag.

Joey er oft ekki mest áberandi leikmaðurinn á vellinum en virðist alltaf skila sínu og er kominn með átta mörk í deildinni eins og áður sagði,

„Það er hlutverk þeirrar týpu af framherja sem ég er að mæta á endann á liðssókn og það er það sem ég er að gera, Ég er að fá góða bolta frá strákunum úti á vængjum og ég er ánægður með að vera að vinna vinnuna mína og er að fá góða þjónustu sömuleiðis svo þetta er að virka vel.“

Keflavík komst yfir snemma leiks með marki frá Kian Williams. Eftir markið tók Vestri öll völd á vellinum og það var ekki fyrr en eftir jöfnunarmark Vestra sem Keflvíkingar hrukku í gang á ný. Hvernig horfði það við Joey?

„Þetta er hálf fyndið. Fótbolti er leikur hugans og við erum með ungt lið, ekki það að það eigi að slokkna svona á okkur en sumur af leikmönnum okkar eru ekki með marga leiki á bakinu svo að segja. En það er undir okkur komið að halda þessu hugarfari í gegnum leikinn og það er eitthvað sem við erum að vinna í og höfum talað um. En við vinnum 4-1 þrátt fyrir að hafa ekki átt neitt sérstakan leik og það er góðs viti.“

Sagði Joey en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner