Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júlí 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
„Sekou er að koma hingað til að skora mörk"
Sekou Mara er nítján ára gamall.
Sekou Mara er nítján ára gamall.
Mynd: Getty Images
Southampton hefur fengið til sín sóknarmanninn Sekou Mara frá Bordeaux en þetta var tilkynnt í gær.

Mara er 19 ára og skoraði sex mörk í 26 deildarleikjum fyrir Bordeaux sem hafnaði í neðsta sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili.

„Sekou er að koma hingað til að skora mörk," segir Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton.

„Hann hefur sýnt í frönsku deildinni að hann getur skorað, nú þarf hann að leggja mikið á sig og sýna að hann geti gert þetta í ensku úrvalsdeildinni."

„Hann er ungur leikmaður sem þarf tíma til að aðlagast í nýju landi og nýrri deild. En við erum spenntir yfir komu hans og hvað hann getur gert í framtíðinni."

Sjálfur segist Mara telja að Southampton sé fullkominn staður fyrir sig til að þroskast og þróast sem leikmaður.

„Ég er ungur leikmaður og þarf að leggja mikið á mig. Ég get ekki beðið eftir að byrja og fara að skora mörk," segir Mara.

Fyrr í sumar hafði Southampton tryggt sér markverðina Gavin Bazunu og Mateusz Lis, varnarmanninn Armel Bella-Kotchap og miðjumennina Romeo Lavia og Joe Aribo.
Athugasemdir
banner
banner