Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   fös 26. júlí 2024 20:47
Sævar Þór Sveinsson
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik fékk Fylki í heimsókn í 14. umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik vann leikinn 1-0 eftir mark frá Ástu Eir Árnadóttur snemma í leiknum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Fylkir

Ég er bara ánægður að hafa náð þremur stigum þegar uppi er staðið. Mér fannst við vera ágætar á köflum. Áttum smá undir högg að sækja undir lok leiksins þegar Fylkir setti smá pressu á okkur. En við vorum ekki nægilega góðar í vítateig andstæðingsins í dag.

Breiðablik spilaði ekki vel á síðasta þriðjungi vallarins í kvöld.

„Við þurfum að átta okkur á því að við þurfum að vinna hvern einasta leik. Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar og bara átta okkur á því að við þurfum að gera betur ef við ætlum að vinna titilinn. Á öðrum degi með þessa frammistöðu undir lok leiks gætum við endað á því að fá ekki öll stigin þrjú.“

Varnarlega, enn og aftur, fannst mér við vera mjög góðar. Ásta var vel staðsett til þess að stöðva hraðaupphlaup, hún var mjög góð. Heiða, Elín og þessi litli þríhyrningur hjá þeim var góður. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna varnarlega.

Breiðablik fékk heilan helling af hornspyrnum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær náðu hins vegar ekki að skapa sér neitt úr þeim fyrir utan markið sem þær skoruðu.

Já það eru vonbrigði. Við setjum smá vinnu í hornspyrnunar og vanalega eru spyrnunar góðar og hreyfingarnar í teignum. Við þurfum að líta aftur á þetta til þess að sjá hvað við þurfum að gera betur. Enn og aftur þá snýst þetta bara um að vera betri í teignum.“

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Val í toppslag deildarinnar.

Ef við spilum eins og hér í kvöld þá hef ég áhyggjur en ég veit að stelpurnar munu gíra sig vel upp fyrir þann leik. Þetta verður spennandi. Það eina sem ég vonast eftir er að við getum fengið miklu fleira fólk þangað heldur en í kvöld. Vonandi getum við fengið fullt af fólki, fá bara þúsund manns og hafa þetta geggjað og bjóða upp á góðan fótboltaleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner