Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   fös 26. júlí 2024 20:47
Sævar Þór Sveinsson
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik fékk Fylki í heimsókn í 14. umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik vann leikinn 1-0 eftir mark frá Ástu Eir Árnadóttur snemma í leiknum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Fylkir

Ég er bara ánægður að hafa náð þremur stigum þegar uppi er staðið. Mér fannst við vera ágætar á köflum. Áttum smá undir högg að sækja undir lok leiksins þegar Fylkir setti smá pressu á okkur. En við vorum ekki nægilega góðar í vítateig andstæðingsins í dag.

Breiðablik spilaði ekki vel á síðasta þriðjungi vallarins í kvöld.

„Við þurfum að átta okkur á því að við þurfum að vinna hvern einasta leik. Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar og bara átta okkur á því að við þurfum að gera betur ef við ætlum að vinna titilinn. Á öðrum degi með þessa frammistöðu undir lok leiks gætum við endað á því að fá ekki öll stigin þrjú.“

Varnarlega, enn og aftur, fannst mér við vera mjög góðar. Ásta var vel staðsett til þess að stöðva hraðaupphlaup, hún var mjög góð. Heiða, Elín og þessi litli þríhyrningur hjá þeim var góður. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna varnarlega.

Breiðablik fékk heilan helling af hornspyrnum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær náðu hins vegar ekki að skapa sér neitt úr þeim fyrir utan markið sem þær skoruðu.

Já það eru vonbrigði. Við setjum smá vinnu í hornspyrnunar og vanalega eru spyrnunar góðar og hreyfingarnar í teignum. Við þurfum að líta aftur á þetta til þess að sjá hvað við þurfum að gera betur. Enn og aftur þá snýst þetta bara um að vera betri í teignum.“

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Val í toppslag deildarinnar.

Ef við spilum eins og hér í kvöld þá hef ég áhyggjur en ég veit að stelpurnar munu gíra sig vel upp fyrir þann leik. Þetta verður spennandi. Það eina sem ég vonast eftir er að við getum fengið miklu fleira fólk þangað heldur en í kvöld. Vonandi getum við fengið fullt af fólki, fá bara þúsund manns og hafa þetta geggjað og bjóða upp á góðan fótboltaleik.


Athugasemdir
banner