Breiðablik fékk Fylki í heimsókn í 14. umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik vann leikinn 1-0 eftir mark frá Ástu Eir Árnadóttur snemma í leiknum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Fylkir
„Ég er bara ánægður að hafa náð þremur stigum þegar uppi er staðið. Mér fannst við vera ágætar á köflum. Áttum smá undir högg að sækja undir lok leiksins þegar Fylkir setti smá pressu á okkur. En við vorum ekki nægilega góðar í vítateig andstæðingsins í dag.“
Breiðablik spilaði ekki vel á síðasta þriðjungi vallarins í kvöld.
„Við þurfum að átta okkur á því að við þurfum að vinna hvern einasta leik. Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar og bara átta okkur á því að við þurfum að gera betur ef við ætlum að vinna titilinn. Á öðrum degi með þessa frammistöðu undir lok leiks gætum við endað á því að fá ekki öll stigin þrjú.“
„Varnarlega, enn og aftur, fannst mér við vera mjög góðar. Ásta var vel staðsett til þess að stöðva hraðaupphlaup, hún var mjög góð. Heiða, Elín og þessi litli þríhyrningur hjá þeim var góður. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna varnarlega.“
Breiðablik fékk heilan helling af hornspyrnum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær náðu hins vegar ekki að skapa sér neitt úr þeim fyrir utan markið sem þær skoruðu.
„Já það eru vonbrigði. Við setjum smá vinnu í hornspyrnunar og vanalega eru spyrnunar góðar og hreyfingarnar í teignum. Við þurfum að líta aftur á þetta til þess að sjá hvað við þurfum að gera betur. Enn og aftur þá snýst þetta bara um að vera betri í teignum.“
Næsti leikur Breiðabliks er gegn Val í toppslag deildarinnar.
„Ef við spilum eins og hér í kvöld þá hef ég áhyggjur en ég veit að stelpurnar munu gíra sig vel upp fyrir þann leik. Þetta verður spennandi. Það eina sem ég vonast eftir er að við getum fengið miklu fleira fólk þangað heldur en í kvöld. Vonandi getum við fengið fullt af fólki, fá bara þúsund manns og hafa þetta geggjað og bjóða upp á góðan fótboltaleik.“