Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   sun 26. ágúst 2018 16:37
Egill Sigfússon
Pálmi Rafn: Gaman að geta loksins skilað mörkum fyrir liðið
Pálmi skoraði 2 í dag
Pálmi skoraði 2 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 4-1 sigur á ÍBV á heimavelli í 18.umferð Pepsí-deildar karla í dag. Pálmi Rafn Pálmason leikmaður KR var mjög ánægður með spilamennsku liðsins en hefði þó viljað halda markinu hreinu.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 ÍBV

„Já við vorum helvíti flottir í dag fannst mér, pínu pirrandi að sleppa inn marki þarna en heilt yfir mjög flottur leikur."

Pálmi er kominn með 9 mörk í sumar eftir að hafa skorað lítið undanfarin ár. Pálmi sagði að það hefði verið kominn tími á að fara skila fleiri mörkum fyrir liðið.

„Allavega svona markalega séð þá er þetta það, það er bara fínt, það hefur alltaf verið beðið eftir mörkunum frá mér og gaman að geta loksins skilað þeim. En er þetta ekki þessi leiðinlega klisja, svo lengi sem við vinnum skiptir það ekki máli hver skorar."

KR er í lykilstöðu í 4.sætinu og eru nú einungis 4 stigum frá 3.sætinu þar sem Breiðablik er búið að tapa tveim leikjum í röð. Pálmi segir að þeir séu fyrst og fremst að hugsa um að klára þetta 4.sæti og komast í Evrópukeppnina.

„Ef þeir misstíga sig og við klárum okkar leiki þá væntanlega getum við náð þeim. Við erum bara að hugsa um Evrópusætið, við ætlum að ná því allavega og svo skulum við sjá hvort við náum hærra en það. Fyrst og fremst ætlum við að halda í þetta sæti og komast í Evrópukeppni."
Athugasemdir
banner