Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 25. ágúst 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Sjö mörk í sex leikjum - Bestur í toppslagnum
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Reynir S.)
Magnús Sverrir Þorsteinsson.
Magnús Sverrir Þorsteinsson.
Mynd: Reynir Sandgerði
Magnús Sverrir Þorseinsson tók fram skóna í sumar eftir þrjú tímabil frá fótbolta. Magnús, sem hafði leikið með Keflavík lengstum á sínum ferli, skipti yfir í Reyni Sandgerði og lék sinn fyrsta leik með liðinu þann 4. júlí. Leikurinn var liður í 11. umferð en þeirri 9. ef frá eru taldar frestaðar umferðir.

Reynir er í toppsæti 3. deildar og sigraði liðið 5-2 gegn KV í síðustu viku. Magnús skoraði tvö mörk í leiknum og var fyrir frammistöðu sína valinn Jako Sport-leikmaður umferðarinnar í 3. deild. Það er hlaðvarpsþátturinn Ástríðan sem sér um val á leikmanni umferðarinnar. Það eru þeir Óskar Smári haraldsson og Sverrir Mar Smárason sem eru umsjónarmenn þáttarins. Hægt er að hlusta á nýjustu tvo þættina hér neðst í fréttinni.

„Það var ekkert svo erfitt val þannig séð. Magnús er kominn með sjö mörk í sumar og er leikmaður umferðarinnar," sagði Óskar Smári. Magnús er fæddur árið 1982 og hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í sumar.

„Þú verður eiginlega að velja besta leikmanninn í toppslagnum," sagði Sverrir Mar.

Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð - Todor Hristov (Einherji)
Bestur í 7. umferð - Luke Morgan Conrad Rae (Tindastóll)
Bestur í 8. umferð - Hörður Sveinsson (Reynir S.)
Ástríðan - 2. og 3. deild komnar aftur á fleygiferð
Ástríðan - Yfirferð yfir leiki síðustu helgar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner