Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   mán 26. ágúst 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Ætla að taka Messi með mér til Birmingham“
Mynd: Af netinu
Tom Brady, fyrrum ofurstjarna NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, var heiðursgestur á leik Inter Miami og Cincinnati í MLS-deildinni á dögunum, en hann sá tækifæri til að grínast eftir að hafa fengið mynd af sér með Lionel Messi.

Bandaríkjamaðurinn og David Beckham, eigandi Inter Miami, þekkjast vel, enda tvær miklar goðsagnir.

Brady er hluteigandi í enska C-deildarfélaginu Birmingham City sem þeir Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson eru á mála hjá, en hann birtir reglulega færslur af úrslitum félagsins á samfélagsmiðlum.

Á dögunum setti hann mynd af Willum í 'story' á Instagram og merkti Willum við myndina.

Eins og áður kom fram var Brady á leik Inter Miami og þar hitti hann argentínska leikmanninn Lionel Messi. Brady, Messi og Beckham voru myndaðir saman og myndin birt á Instagram, en þar grínaðist Brady aðeins í ummælakerfinu.

„Ég ætla að taka Lionel Messi með mér aftur til Birmingham. Sorrí, David Beckham,“ skrifaði Brady undir myndina.

Það væri reyndar mjög svo áhugavert að sjá Messi spila í iðnaðinum í C-deildinni, en líkurnar á að það gerist eru í kringum núllið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner