„Það var mikilvægt að ná inn marki snemma og leyfa þessu að rúlla," sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson sem skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 7-0 sigri á Keflavík í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 7 - 0 Keflavík
„Mér fannst við hafa öll tök á leiknum og við vorum staðráðnir í að enda tímabilið með stæl og taka einn góðan heimasigur."
„Við vissum að Keflvíkingar eru búnir að vera í ströggli og ekki búnir að vera sérstaklega góðir. Það eru samt alltaf hættulegir svona leikir að koma kannski vitlaust stemmdir og jafnvel missa þetta niður. En við vorum bara 100% á því að við ætluðum að taka sigur í dag."
„Ég var bara svo gráðugur að mig langaði í meira í lokin," sagði Guðjón en fékk hann að eiga boltann í leikslok?
„Hann vill ekki gefa mér hann, hann er eitthvað nískur hann Viktor (Ingi Olsen framkvæmdastjóri). Ég tek hann á æfingu á morgun."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir