Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. september 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon Arnar og Orri skoruðu báðir fyrir U19 liðið
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir Íslendingar á skotskónum fyrir U19 lið FC Kaupmannahafnar í gær, laugardag.

FC Kaupmannahöfn, sem er stærsta félag Danmerkur, vann öruggan sigur á OB, 5-1, er U19 lið félaganna mættust.

Háko Arnar, sem er uppalinn hjá ÍA, og Orri Steinn, sem er uppalinn hjá Gróttu, skoruðu báðir. Þeir hafa verið mjög drjúgir fyrir yngri lið félagsins síðustu ár.

Hákon Arnar er hluti af aðalliðshóp FCK og hann telur stutt í að Orri Steinn verði kominn þangað líka.

„Orri er búinn að vera geggjaður og skorar nánast í hverjum einasta leik. Það er stutt í það (að hann verði kominn í aðalliðið)," sagði Hákon Arnar í samtali við Fótbolta.net er hann mætti hingað til lands í U21 landsliðsverkefni fyrr í þessum mánuði.

Í aðalliði FCK eru einnig Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson; mikið Íslendingafélag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner