Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. september 2021 11:06
Victor Pálsson
Síðasta tímabil Kante? - Real horfir til Leicester
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður að svo stöddu en það stöðvar ekki slúðurmiðla að fjalla um hinar ýmsu sögur.

Samkvæmt fregnum dagsins þá gæti miðjumaðurinn N'Golo Kante verið á förum frá Chelsea og gæti Aaron Ramsey verið á leið aftur til Englands.

Juventus er reiðubúið að selja miðjumanninn Aaron Ramsey í janúar en hann er á óskalista West Ham, Everton og Newcastle. (Sun)

Mikkel Damsgaard, leikmaður Sampdoria, er á óskalista bæði Juventus og Tottenham. (Tuttosport)

Antonio Rudiger hefur kosið að framlengja ekki samning sinn við Chelsea og vill fara til Bayern Munchen eða Real Madrids næsta sumar. (Marca)

Inter Milan er með Bernd Leno, markvörð Arsenal, ofarlega á sínum óskalista. (Fichajes)

Tottenham er að íhuga tilboð í Dejan Kulusevski, miðjumann Juventus, sem er 21 árs gamall. (Mirror).

Chelsea er tilbúið að selja N'Golo Kante næsta sumar en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins og af mörgum talinn einn besti miðjumaður heims. (Fichajes)

Real Madrid hefur áhuga á varnarmanninum Caglar Soyuncu sem spilar með Leicester á Englandi. (DefensaCentral)

West Ham skoðar það að fá framherjann Mohamed Bayo sem spilar með Clermont í Frakklandi. (Sun)

Manchester United hefur augastað á hægri bakverðinum Nordi Mukiele sem leikur með RB Leipzig. (Fichajes)

Timo Werner, framherji Chelsea, vildi ganga í raðir Manchester United áður en hann hélt til London. (Tuttosport)

Arsenal þarf að borga 38,5 milljónir punda ef liðið vill fá framherjann Youssef En-Nesyri frá Sevilla. (Mundo Deportivo)

Manchester City vill fá 16 ára gamlan leikmann West Ham sem ber nafnið Divin Mubama. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner