Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. september 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr með þýskan unglingalandsliðsmann á reynslu
Freyr að störfum.
Freyr að störfum.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson er þessa dagana með þýskan varnarmann á reynslu hjá Lyngby.

Það hefur lítið gengið upp hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og er félagið að skoða það að styrkja sig.

Ekstrabladet greinir frá því að varnarmaðurinn Malik Talabidi sé að æfa með liðinu þessa stundina. Hann er 21 árs gamall varnarmaður sem á leiki með yngri landsliðum Þýskalands á bakinu.

Það eru meiðsli í varnarlínu Lyngby og er félagið að skoða það að styrkja sig.

Talabidi, sem var áður á mála hjá RB Leipzig, gæti verið góður kostur en hann er að æfa með liðinu og svo kemur í ljós hvort samið verði við hann eða ekki.

Sjá einnig:
Ekki hægt að kenna Frey um slæmt gengi Lyngby
Athugasemdir
banner
banner
banner