Rodri, miðjumaður Manchester City, fékk rautt spjald gegn Nottingham Forest og mun missa af næstu þremur leikjum liðsins vegna leikbanns. Hann missir af leiknum gegn Newcastle í deildabikarnum og leikjum gegn Wolves og Arsenal í úrvalsdeildinni.
Í grein á Athletic er fjallað um að Kalvin Phillips, sem keyptur frá Leeds fyrir rúmu ári síðan, þurfi að stíga upp. Nú sé hans að grípa gæsina og vinna sér inn fleiri mínútur í ljósbláa liðinu.
Í grein á Athletic er fjallað um að Kalvin Phillips, sem keyptur frá Leeds fyrir rúmu ári síðan, þurfi að stíga upp. Nú sé hans að grípa gæsina og vinna sér inn fleiri mínútur í ljósbláa liðinu.
Pep Guardiola, stjóri City, ætlar sér að gera talsvert af breytingum fyrir leikinn gegn Newcastle á morgun. Talsvert er um meiðsli hjá City og gætu nokkrir minna þekktir leikmenn spilað. Guardiola hefur staðfest að Phillips muni vera í byrjunarliðinu í leiknum.
„Þetta er mögulega stærsta vikan mín á Man City ferlinum til þessa," sagði Phillips eftir leikinn gegn Forest. Að mati greinarhöfunds hjá Athletic þá er ekkert „mögulega" í þessu. Þetta er einfaldlega stærsta vika Phillips frá komu hans frá Leeds.
Phillips er 27 ára miðjumaður sem byrjaði einungis fjóra úrvalsdeildarleiki á síðasta tímabili. Nú þarf hann að sýna að Guardiola geti treyst á hann.
„Þegar ég mætti í undirbúningstímabilið þá sagði ég að ég vildi vera áfram og reyna aftur að sanna mig. Það hefur verið mikið um það að leikmenn hafa staðið sig vel á öðru tímabili sínu hjá City. Ég ræddi við félagið og menn voru opnir með að ég mætti fara á láni ef ég vildi það. Ég neitaði því, vildi einbeita mér að City."
Leikmenn eins og Nathan Ake og Jack Grealish stigu upp á öðru tímabili sínu hjá City. Þeir hafa verið hvatning fyrir Phillips. Vikan framundan er tími fyrir Phillips að komast úr þeim farvegi sem ferill hans hjá City hefur verið, komast í stærra hlutverk.
Það að félagið hafi verið tilbúið að hleypa Phillips í burtu á láni sýnir að félagið hefur enga ofurtrú á leikmanninum. Þar sem liðið er án John Stones, Kevin De Bruyne, Mateo Kovacic, Bernardo Silva og Rodri þá eru allar líkur á því að Phillips fái tækifærið í vikunni.
Athugasemdir