De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   þri 26. september 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
UEFA leyfir U17 liðum Rússlands að keppa á mótum sínum
Mynd: Getty Images
UEFA hefur staðfest að U17 landslið Rússlands fái að keppa á mótum sínum. Þetta eru fyrstu liðin frá Rússlandi sem fá grænt ljós á að keppa á mótum UEFA síðan innrásin var gerð í Úkraínu.

UEFA segir að strákum og stelpum eigi ekki að refsa fyrir aðgerðir fullorðinna. Fótboltinn muni halda áfram að senda skilaboð um frið og von.

UEFA setti öll rússnesk lið í bann frá keppnum sínum þegar innrásin hófst af fullum krafti í febrúar 2022.

Aleksander Ceferin forseti UEFA segir að fullorðinsliðum Rússlands verði áfram bönnuð þátttaka og að sú staða muni haldast óbreytt þar til stríðinu er lokið og friður kominn á.

U17 lið Rússlands munu þó ekki geta spilað í Rússlandi, þjóðfáninn verður ekki á treyjum liðsins og þjóðsöngurinn ekki spilaður.

Næsta úrslitakeppni EM U17 landsliða í karlaflokki verður í Kýpur á næsta ári og í kvennaflokki í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner