Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 10:36
Elvar Geir Magnússon
Ekitike var ekki sektaður - Slot vildi ekki tjá sig um Guehi
Hugo Ekitike.
Hugo Ekitike.
Mynd: EPA
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: EPA
Ensku götublöðin fullyrtu að Liverpool myndi sekta sóknarmanninn Hugo Ekitike um tveggja vikna laun fyrir rauða spjaldið heimskulega sem hann fékk í deildabikarnum. Ekitike fagnaði sigurmarkinu gegn Southampton með því að rífa sig úr treyjunni en var á gulu spjaldi og fékk því rautt.

Hann verður í banni í leik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Arne Slot stjóri Liverpool var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort leikmaðurinn hefði fengið sekt?

„Ég talaði við hann en það var ekki meira en það. Það sem hann gerði var ekki gáfulegt og hann var meðvitaður um það samstundis. Hann bað liðsfélaga sína afsökunar. Hann er ungur og leikmenn á öllum aldri gera mistök," segir Slot.

„Við gerum öll mistök og í þessu félagi máttu gera mistök án þess að vera sektaður. Hann er frábær manneskja, hlýr og kurteis. Þó hann væri það ekki þá mætti hann alveg gera mistök."

„Þetta var ekki gáfulegt, þetta skaðaði okkur ekki á þriðjudaginn en gæti gert það á morgun. Það jákvæða er að Federico Chiesa er að standa sig vel svo nú er möguleiki á að hann fái spiltíma af bekknum þar sem Hugo verður ekki til staðar."

Liverpool reyndi að fá varnarmanninn Marc Guehi frá Crystal Palace í sumarglugganum en tókst það ekki. Slot vildi ekki ræða Guehi á fréttamannafundinum í dag.

„Hann er leikmaður Crystal Palace og er þeim gríðarlega mikilvægur. Ég tel ekki rétt að vera að tala meira um hann þegar það er einn dagur í að við spilum gegn þeim," segir Slot.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 5 5 0 0 11 5 +6 15
2 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
3 Tottenham 5 3 1 1 10 3 +7 10
4 Bournemouth 5 3 1 1 6 5 +1 10
5 Crystal Palace 5 2 3 0 6 2 +4 9
6 Chelsea 5 2 2 1 10 5 +5 8
7 Sunderland 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Fulham 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Man City 5 2 1 2 9 5 +4 7
10 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
11 Man Utd 5 2 1 2 6 8 -2 7
12 Leeds 5 2 1 2 4 7 -3 7
13 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
14 Brighton 5 1 2 2 6 8 -2 5
15 Nott. Forest 5 1 2 2 5 9 -4 5
16 Burnley 5 1 1 3 5 8 -3 4
17 Brentford 5 1 1 3 6 10 -4 4
18 Aston Villa 5 0 3 2 1 5 -4 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 5 0 0 5 3 12 -9 0
Athugasemdir
banner