Magni hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á því að fá Stubb, Steinþór Má Auðunsson, aftur í sínar raðir.
Stubbur er 35 ára markvörður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá KA undanfarin ár, varð bikarmeistari í fyrra, en er með lausan samning eftir tímabilið.
Stubbur er 35 ára markvörður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá KA undanfarin ár, varð bikarmeistari í fyrra, en er með lausan samning eftir tímabilið.
Stubbur þekkir vel til á Grenivík, var hjá Magna tímabilin 2018-2020.
Guðmundur Óli Steingrímsson er þjálfari Magna en hann og Stubbur eru frændur og voru þeir liðsfélagar hjá Þór 2015.
Magni endaði í 2. sæti 3. deildar í sumar og verður því í 2. deild næsta sumar.
Athugasemdir