Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 21:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingur Ó. er Fótbolti.net bikarmeistari 2025
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur Ó. 2 - 0 Tindastóll
1-0 Luis Alberto Diez Ocerin ('48 )
2-0 Ivan Lopez Cristobal ('69 )
Lestu um leikinn

Víkingur Ólafsvík, sem hafnaði í 8. sæti í 2. deild í sumar, og TIndastóll, sem hafnaði í 4. sæti í 3. deild, mættust í úrslitum í Fótbolti.net bikarnum í kvöld en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli.

Víkingur var með yfirhöndina í fyrri hálfleik en bæði lið fengu góð tækifæri til að skora en það var markalaust þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Strax í upphafi seinni hálfleiks fékk Víkingur langt utan af velli. Luis Alberto sendi boltann fyrir en boltinn fór yfir Nikola Stoisavljevic í marki Tindastóls og í netið fjær. Frábært mark.

Tindastólsmenn voru ekkii sáttir þegar David Bercedo fór niður í teignum og vildu fá vítaspyrnu en ekkert dæmt. Stuttu síðar fékk Víkingur aukaspyrnu á svipuðum stað og markið kom úr og í þetta sinn fór fyrirgjöfin frá Alberto á Ivan Lopez sem skoraði og tvöfaldaði forystu Víkings.

Svetislav Milosevic fékk dauðafæri í uppbótatíma til að minnka muninn fyrir Tindastól en honum tókst ekki að stýra boltanum á markið. Nær komust þeir ekki og Víkingur Ólafsvík vann Fótbolti.net bikarinn árið 2025 og er þriðja liðið til að vinna þennan bikar.
Athugasemdir
banner