þri 26. október 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lijnders ræddi um tæklingu Pogba og aðstoðarstjórann Milner
Mynd: Getty Images
Aðstoðarstjóri Liverpool, Pepijn Lijnders, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik Liverpool og Preston í deildabikarnum á morgun.

Lijnders var spurður út í leikinn gegn Man Utd á sunnudag. „Við ætluðum að ná í þrjú stig og við gerðum það. Það er alltaf gott að ná svona frammistöðu á útivelli gegn toppliði. Þetta var sögulegt. En það er í fortíðinni núna, það er stutt í næsta leik."

James Milner fór meiddur af velli í leiknum og Lijnders sagði að Milner hefði fundið fyrir aftan í læri.

„Milner fann fyrir einhverju aftan í læri en hann ætlaði ekki að hleypa Mason Greenwood upp kantinn. Milner vann fyrir liðið þrátt fyrir að finna fyrir lærinu. Það segir mikið um viljann í honum. Hann verður líklega frá þar til eftir næsta landsleikjahlé. Við ræddum við hann og hann spilar mikilvægt hlutverk. Minn titill er aðstoðarstjóri en það má líka gefa honum þann titil. Hann lætur í sér heyra, er líflegur og setur staðalinn hátt," sagði Lijnders.

Hann vildi einnig ræða um VAR. „Það verndar leikmennina og þið sjáið hvernig þetta var með Naby Keita. Leikurinn verður heiðarlegri og þetta verndar leikmenn. Þetta var slæm tækling en sem betur fer var Naby ekki með fótinn á jörðinni. Þetta hefði geta farið mun verr."

„Við skoðum hann og hann lítur betur og betur út,"
sagði Lijnders um meiðsli Keita.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner