Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 26. október 2024 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi hallast að því að halda áfram en ætlar ekki út - „Vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit það ekki alveg, er allavega að færast nær því að halda áfram, kannski enda þetta á skemmtilegri nótum en síðustu þrjár vikur hafa verið. Ég er ekkert alveg búinn að ákveða mig," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net eftir leik Vals og ÍA í dag. Gylfi sagði eftir leikinn gegn FH í síðustu viku að leikurinn í dag gæti orðið hans síðasti á sínum ferli.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

Gylfi sagði í viðtali fyrir landsleikina í september að hann þyrfti að spá í því hvort hann færi erlendis og spilaði þar í vetur til að vera klár í marsgluggann með landsliðinu.

„Ég býst ekki við því. Við erum komin með tvo krakka og ég hef lítinn áhuga á að vera í burtu frá þeim. Eins og staðan er núna er frí framundan, ef eitthvað gerist þá tek ég stöðuna á því en er ekki að eltast eftir því að drífa mig út. Ég er búinn að vera úti í 20 ára eða eitthvað, það er alveg yndislegt að vera líka heima." Gylfi og eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, eignuðust sitt annað barn á dögunum.

Verður hann áfram hjá Val?

„Ég er með annað ár (á samingi) hjá Val, ef þeir vilja halda mér þá býst ég fastlega við því að vera áfram," sagði Gylfi sem hefur verið orðaður bæði við Víking og FH að undanförnu.

Gylfi var töluvert frá á tímabilinu vegna bakmeiðsla, en heilt yfir, fannst honum gaman?

„Já, fyrir utan að við spiluðum eiginlega aldrei í góðu veðri," sagði Gylfi og brosti. „Það var gaman að spila heilt tímabil. Ég var í algjöru fríi í tvö ár, snerti ekki fótbolta, ég vissi að ef ég myndi byrja aftur að þá myndi það taka örugglega eitt ár. Það er að detta í eitt ár, ef ekki aðeins meira. Ég var frá í 27 mánuði, þannig ég hef þurft að vera mjög þolinmóður. Ég held ég haldi áfram að æfa núna og vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili," sagði Gylfi.

Viðtalið í heild sinni, sem er talsvert lengra, má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner