PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   lau 26. október 2024 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi hallast að því að halda áfram en ætlar ekki út - „Vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit það ekki alveg, er allavega að færast nær því að halda áfram, kannski enda þetta á skemmtilegri nótum en síðustu þrjár vikur hafa verið. Ég er ekkert alveg búinn að ákveða mig," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net eftir leik Vals og ÍA í dag. Gylfi sagði eftir leikinn gegn FH í síðustu viku að leikurinn í dag gæti orðið hans síðasti á sínum ferli.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

Gylfi sagði í viðtali fyrir landsleikina í september að hann þyrfti að spá í því hvort hann færi erlendis og spilaði þar í vetur til að vera klár í marsgluggann með landsliðinu.

„Ég býst ekki við því. Við verðum komin með tvo krakka eftir c.a. átta daga og hef lítinn áhuga á að vera í burtu frá þeim. Eins og staðan er núna er frí framundan, ef eitthvað gerist þá tek ég stöðuna á því en er ekki að eltast eftir því að drífa mig út. Ég er búinn að vera úti í 20 ára eða eitthvað, það er alveg yndislegt að vera líka heima." Gylfi og eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiga von á sínu öðru barni á næstu dögum.

Verður hann áfram hjá Val?

„Ég er með annað ár (á samingi) hjá Val, ef þeir vilja halda mér þá býst ég fastlega við því að vera áfram," sagði Gylfi sem hefur verið orðaður bæði við Víking og FH að undanförnu.

Gylfi var töluvert frá á tímabilinu vegna bakmeiðsla, en heilt yfir, fannst honum gaman?

„Já, fyrir utan að við spiluðum eiginlega aldrei í góðu veðri," sagði Gylfi og brosti. „Það var gaman að spila heilt tímabil. Ég var í algjöru fríi í tvö ár, snerti ekki fótbolta, ég vissi að ef ég myndi byrja aftur að þá myndi það taka örugglega eitt ár. Það er að detta í eitt ár, ef ekki aðeins meira. Ég var frá í 27 mánuði, þannig ég hef þurft að vera mjög þolinmóður. Ég held ég haldi áfram að æfa núna og vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili," sagði Gylfi.

Viðtalið í heild sinni, sem er talsvert lengra, má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner