Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 26. október 2024 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi hallast að því að halda áfram en ætlar ekki út - „Vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit það ekki alveg, er allavega að færast nær því að halda áfram, kannski enda þetta á skemmtilegri nótum en síðustu þrjár vikur hafa verið. Ég er ekkert alveg búinn að ákveða mig," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net eftir leik Vals og ÍA í dag. Gylfi sagði eftir leikinn gegn FH í síðustu viku að leikurinn í dag gæti orðið hans síðasti á sínum ferli.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

Gylfi sagði í viðtali fyrir landsleikina í september að hann þyrfti að spá í því hvort hann færi erlendis og spilaði þar í vetur til að vera klár í marsgluggann með landsliðinu.

„Ég býst ekki við því. Við erum komin með tvo krakka og ég hef lítinn áhuga á að vera í burtu frá þeim. Eins og staðan er núna er frí framundan, ef eitthvað gerist þá tek ég stöðuna á því en er ekki að eltast eftir því að drífa mig út. Ég er búinn að vera úti í 20 ára eða eitthvað, það er alveg yndislegt að vera líka heima." Gylfi og eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, eignuðust sitt annað barn á dögunum.

Verður hann áfram hjá Val?

„Ég er með annað ár (á samingi) hjá Val, ef þeir vilja halda mér þá býst ég fastlega við því að vera áfram," sagði Gylfi sem hefur verið orðaður bæði við Víking og FH að undanförnu.

Gylfi var töluvert frá á tímabilinu vegna bakmeiðsla, en heilt yfir, fannst honum gaman?

„Já, fyrir utan að við spiluðum eiginlega aldrei í góðu veðri," sagði Gylfi og brosti. „Það var gaman að spila heilt tímabil. Ég var í algjöru fríi í tvö ár, snerti ekki fótbolta, ég vissi að ef ég myndi byrja aftur að þá myndi það taka örugglega eitt ár. Það er að detta í eitt ár, ef ekki aðeins meira. Ég var frá í 27 mánuði, þannig ég hef þurft að vera mjög þolinmóður. Ég held ég haldi áfram að æfa núna og vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili," sagði Gylfi.

Viðtalið í heild sinni, sem er talsvert lengra, má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner