Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 26. október 2024 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi hallast að því að halda áfram en ætlar ekki út - „Vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit það ekki alveg, er allavega að færast nær því að halda áfram, kannski enda þetta á skemmtilegri nótum en síðustu þrjár vikur hafa verið. Ég er ekkert alveg búinn að ákveða mig," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net eftir leik Vals og ÍA í dag. Gylfi sagði eftir leikinn gegn FH í síðustu viku að leikurinn í dag gæti orðið hans síðasti á sínum ferli.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

Gylfi sagði í viðtali fyrir landsleikina í september að hann þyrfti að spá í því hvort hann færi erlendis og spilaði þar í vetur til að vera klár í marsgluggann með landsliðinu.

„Ég býst ekki við því. Við erum komin með tvo krakka og ég hef lítinn áhuga á að vera í burtu frá þeim. Eins og staðan er núna er frí framundan, ef eitthvað gerist þá tek ég stöðuna á því en er ekki að eltast eftir því að drífa mig út. Ég er búinn að vera úti í 20 ára eða eitthvað, það er alveg yndislegt að vera líka heima." Gylfi og eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, eignuðust sitt annað barn á dögunum.

Verður hann áfram hjá Val?

„Ég er með annað ár (á samingi) hjá Val, ef þeir vilja halda mér þá býst ég fastlega við því að vera áfram," sagði Gylfi sem hefur verið orðaður bæði við Víking og FH að undanförnu.

Gylfi var töluvert frá á tímabilinu vegna bakmeiðsla, en heilt yfir, fannst honum gaman?

„Já, fyrir utan að við spiluðum eiginlega aldrei í góðu veðri," sagði Gylfi og brosti. „Það var gaman að spila heilt tímabil. Ég var í algjöru fríi í tvö ár, snerti ekki fótbolta, ég vissi að ef ég myndi byrja aftur að þá myndi það taka örugglega eitt ár. Það er að detta í eitt ár, ef ekki aðeins meira. Ég var frá í 27 mánuði, þannig ég hef þurft að vera mjög þolinmóður. Ég held ég haldi áfram að æfa núna og vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili," sagði Gylfi.

Viðtalið í heild sinni, sem er talsvert lengra, má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner