Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 26. nóvember 2019 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Mögnuð aukaspyrnu Paulo Dybala
Argentínumaðurinn Paulo Dybala var hetja Juventus gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

Dybala skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiksins þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu af gríðarlega þröngu færi. Jan Oblak, markvörður Atletico, kom engum vörnum við.

Myndband af þessu magnaða marki má finna hérna.

Juventus tryggði sér sigur í D-riðli Meistaradeildarinnar með sigrinum á Atletico í kvöld. Atletico er í öðru sæti riðilsins með einu stigi meira en Bayer Leverkusen fyrir lokaumferðina. Atletico mætir Lokomotiv Moskvu á heimavelli í lokaumferð riðilsins.
Athugasemdir
banner