Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Valencia um gengi Man Utd: Sársaukafullt að horfa á þetta
Antonio Valencia vann ensku úrvalsdeildina tvisvar með Manchester United
Antonio Valencia vann ensku úrvalsdeildina tvisvar með Manchester United
Mynd: Getty Images
Antonio Valencia, fyrrum leikmaður Manchester United á Englandi, segir það sársaukafullt að fylgjast með gengi liðsins í dag en hann sagði frá þessu í viðtali við Athletic.

Valencia yfirgaf Manchester United í sumar eftir að hafa spilað með liðinu frá 2009 en hann var í einhverju sigursælasta liði Englands.

Hann var einn af lykilmönnum liðsins og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar en í dag leikur hann með LDU Quito í Ekvador.

Valencia horfir ekki mikið á United í dag því hann segir það of sársaukafullt. Liðið er nú í 9. sæti deildarinnar og er 20 stigum frá toppliði Liverpool.

„Í hreinskilni sagt þá horfi ég ekki á alla leiki því það er of sársaukafullt. Ég reyni að horfa en ég verð bara leiður. Man Utd er í hjarta mínu sem og borgin og stuðningsmennirnir. Þetta voru tíu ár af lífi mínu og það er oft erfitt að horfa á öll þessi töp. Ég sakna þess að vera þarna," sagði Valencia.
Athugasemdir
banner