Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Van Basten í bann fyrir nasistakveðju í beinni útsendingu
Marco Van Basten
Marco Van Basten
Mynd: Getty Images
Fyrrum knattspyrnumaðurinn, Marco Van Basten, er í banni hjá sjónvarpsstöðinni FOX Sports eftir ummæli sem hann lét falli eftir leik Ajax og Heracles í hollensku deildinni um helgina.

Van Basten er einn sá besti í sögu hollenska fótboltans en hann lék með Ajax og AC Milan þar sem hann sópaði inn titlum auk þess sem hann var valinn besti knattspyrnumaður heims þrisvar sinnum.

Hann fór út í þjálfun eftir ferilinn og hefur meðal annars þjálfað Ajax og hollenska landsliðið en hann var síðast aðstoðarþjálfari Hollands frá 2015 til 2016.

Hann er í dag sparkspekingur hjá FOX Sports en hann lét afar óheppileg orð falla í beinni útsendingu yfir leik Ajax og Heracles, leik sem Ajax vann 4-1. Leikdagur sem er merkilegur fyrir þær sakir að hollensk lið börðust gegn kynþáttafordómum.

Van Basten sagði eftir sigurinn „sieg heil" sem er kveðja tengd við austurríska einræðisherrann og nasistann Adolf Hitler. Van Basten baðst afsökunar á óheppilegu orðbragði en FOX Sports hefur ákveðið að setja hann í banni næstu helgi og snýr hann því ekki aftur fyrr en 7. desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner