Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. nóvember 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Gerrard hrósar Jacob Ramsey
Jacob Ramsey.
Jacob Ramsey.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, nýr stjóri Aston Villa, hefur verið mjög hrifinn af frammistöðu hins tvítuga Jacob Ramsey síðan hann tók við stjórnartaumunum.

Miðjumaðurinn ungi hefur tekið miklum framförum undanfarna mánuði og er kominn í stærra hlutverk hjá Villa.

„Ég hef verið mjög hrifinn af JJ, hann er auðmjúkur strákur og setur miklar kröfur á sjálfan sig," segir Gerrard.

„Hann hefur verið afskaplega öflugur á æfingasvæðinu og þess vegna var ég með hann í byrjunarliðinu gegn Brighton."

„Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn hjá félaginu og það er mikilvægt að þeir æfi og spili sig á samskonar hátt inn í aðalliðið."

Aston Villa vann Brighton í fyrsta leik sínum undir stjórn Gerrard um síðustu helgi. Villa er í fimmtánda sæti úrvalsdeildarinnar en liðið heimsækir Crystal Palace klukkan 15 á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner