
Klukkan 13:00 hefst fyrri leikur dagsins í C-riðli á HM. Þá mætast Pólland og Sádí-Arabía í 2. umferð riðlakeppninnar.
Pólland er með eitt stig eftir jafntefli gegn Mexíkó en Sádar eru með þrjú stig eftir mjög óvæntan sigur á Argentínu í 1. umferð.
Klukkan 19:00 mætast svo Argentína og Mexíkó.
Andri Fannar Baldursson, leikmaður U21 landsliðsins og NEC Nijmegen í Hollandi, spáir í þennan leik.
Pólland er með eitt stig eftir jafntefli gegn Mexíkó en Sádar eru með þrjú stig eftir mjög óvæntan sigur á Argentínu í 1. umferð.
Klukkan 19:00 mætast svo Argentína og Mexíkó.
Andri Fannar Baldursson, leikmaður U21 landsliðsins og NEC Nijmegen í Hollandi, spáir í þennan leik.
Pólland 2 - 1 Sádí-Arabía
Sádar koma alltof peppaðir í þennan leik eftir sigurinn á Argentínu og tapa 2-1.
Þetta verður skemmtilegur leikur, Lewandowski og Zielinski skora fyrir Pólverja og Al Shehri skorar fyrir Sádí.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir