
Harry Kane, fyrirliði Englands, hefur ekki átt marktilraun á rammann eftir tvo leiki á HM í Katar. Á HM í Rússlandi hafði Kane skorað fimm mörk eftir tvo fyrstu leikina.
„Ég hef ekkert of miklar áhyggjur þrátt fyrir þessa tölfræði því við vitum hvaða hlutverki hann gegnir hjá enska landsliðinu. Hann hjálpar liðinu þó hann sé ekki að skora sjálfur. En þegar maður horfði á hann gegn Bandaríkjunum sást greinilega að það var ekki allt í lagi," segir Alan Shearer, sérfræðingur BBC.
„Ég hef ekkert of miklar áhyggjur þrátt fyrir þessa tölfræði því við vitum hvaða hlutverki hann gegnir hjá enska landsliðinu. Hann hjálpar liðinu þó hann sé ekki að skora sjálfur. En þegar maður horfði á hann gegn Bandaríkjunum sást greinilega að það var ekki allt í lagi," segir Alan Shearer, sérfræðingur BBC.
„Hann var tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla en eftir að hafa leikið lykilhlutverk gegn Íran og átt tvær stoðsendingar þá virkaði hann mjög þreyttur í þessum leik. Nú er rétti tíminn til að koma honum í lag fyrir útsláttarkeppnina og ég gæti trúað því að Callum Wilson byrji í hans stað gegn Wales á þriðjudaginn."
England er svo gott sem komið áfram fyrir lokaumferð riðilsins, bara stórt tap gegn Wales getur komið í veg fyrir að liðið fari áfram.
„Það þarf að hrista upp í hlutunum eftir vonbrigðin í jafnteflinu gegn Bandaríkjunum. Það þarf að endurheimta sjálfstraust. Ég gat skilið að Gareth Southgate hélt sig við sama byrjunarlið og skoraði sex mörk gegn Íran en ég tel að hann muni breyta fyrir lokaumferð B-riðils," segir Shearer.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir