
Argentínumenn voru ekki góðir í fyrri hálfleik gegn Mexíkó en Mexíkóar mættu þeim með mikilli hörku.
Það var markalaust í hálfleik en það var að sjálfsögðu Lionel Messi sem kom liðinu yfir eftir rúmlega klukkutíma leik.
Hann fékk boltann fyrir utan vítateiginn, tók eina snertingu og tók hnitmiðað skot með jörðinni í fjærhornið.
Kylian Mbappe framherji franska landsliðsins skoraði tvö í dag og jafnaði Messi í markafjölda á HM, sjö talsins en Messi hefur nú svarað því.
Markið hans Messi! 1-0 Argentína gegn Mexíkó. pic.twitter.com/cc6EXqObAs
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2022
Messi rn pic.twitter.com/3o1Q0FHGh3
— ksi (@KSI) November 26, 2022
Geitin pic.twitter.com/WtBKEEuQfo
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) November 26, 2022
Athugasemdir