Andri Rafn Yeoman varð í lok október Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hann hefur leikið með Breiðabliki allan sinn feril og er leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks í efstu deild, með tæplega 70 fleiri leiki spilaði en næsti maður sem er Damir Muminovic.
Andri er 32 ára og getur leyst margar stöður á vellinum. Hann lék mikið í vinstri bakverði tímabilið 2023 en í sumar, sérstaklega eftir að Höskuldur Gunnlaugsson var færður á miðjuna, spilaði Andri mest í hægri bakverði. Hann er þó í grunninn miðjumaður.
Andri varð fyrir tíu dögum samningslaus. Breiðablik tilkynnti í síðustu viku um komu þeirra Valgeirs Valgeirssonar og Óla Vals Ómarssonar. Báðir geta þeir spilað hægri bakvörð og er Valgeir sóttur sem slíkur. Óli Valur er sóttur sem kantmaður.
Andri er 32 ára og getur leyst margar stöður á vellinum. Hann lék mikið í vinstri bakverði tímabilið 2023 en í sumar, sérstaklega eftir að Höskuldur Gunnlaugsson var færður á miðjuna, spilaði Andri mest í hægri bakverði. Hann er þó í grunninn miðjumaður.
Andri varð fyrir tíu dögum samningslaus. Breiðablik tilkynnti í síðustu viku um komu þeirra Valgeirs Valgeirssonar og Óla Vals Ómarssonar. Báðir geta þeir spilað hægri bakvörð og er Valgeir sóttur sem slíkur. Óli Valur er sóttur sem kantmaður.
Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, og var hann spurður út í Andra.
Er Andri Yeoman að hætta?
„Ég vona ekki. Hann var í hægri bakverðinum á síðasta tímabili og leysti það frábærlega. Hann hefur einnig spilað í vinstri bakverði og er í grunninn miðjumaður. Ég óska þess innilega að Andri ákveði að taka slaginn með okkur áfram. En ég held það sé ekkert leyndarmál að hann er að fara yfir sín mál og ákveða hvað hann vill gera," segir Dóri.
„Hann er langleikjahæsti leikmaður Breiðabliks og hefur átt frábæran feril. Hann er að mínu mati ekki orðinn nógu gamall til að hætta. Það er ekki verið að fá inn mann í staðinn fyrir Andra beint, erum ekki að hugsa þetta þannig. Andri hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann spilar alltaf stórt hlutverk, sama hvar það er á vellinum og getur spilað hvar sem er," segir þjálfarinn.
Athugasemdir