Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. janúar 2020 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dregið í bikarnum: Chelsea mætir Liverpool eða Shrewsbury
Rooney vs United?
Mynd: Getty Images
Rétt í þessu var dregið í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Í næstu umferð munu 16 lið leika um átta laus sæti í, eins og glöggir átta sig á, 8-liða úrslitum.

Sex leikir af 15 sem lokið er í 4. umferð enduðu með jafntefli og þurfa þær viðureignir að fara fram að nýju til að útkljá sigurvegara.

Tottenham, Southampton, Newcastle og Liverpool eru þau úrvalsdeildarfélög sem hafa ekki tryggt sér sæti áfram. Tottenham og Southampton mætast innbyrðist í endurteknum leik. Þá fer fram leikur Bournemouth og Arsenal í kvöld.

Það er möguleiki á risaleik í næstu umferð þegar Chelsea fær annað hvort Liverpool eða Shrewsbury í heimsókn.

Man Utd mætir annað hvort Northampton eða Derby. Arsenal eða Bournemouth mæta Portsmouth, Tottenham eða Southampton mæta Norwich og Manchester City heimsækir Sheffield Wednesday.

Mæti Man Utd liði Derby hittir liðið þar fyrir goðsögn hjá félaginu þvi Wayne Rooney er á mála hjá Derby.

Viðureignirnar átta í 16-liða úrslitum:
Sheffield Wednesday vs Man City
Reading/Cardiff vs Sheffield United
Chelsea vs Shrewsbury/Liverpool
West Brom vs Newcastle/Oxford United
Leicester City vs Coventry/Birmingham City
Northampton/Derby vs Manchester United
Southampton/ Tottenham vs Norwich
Portsmouth vs Bournemouth/Arsenal

Athugasemdir
banner
banner
banner